Íbúðir í stað blikksmiðju á Ægisgötu
Fasteignafélagið M3 hefur sótt um að breyta gömlu blikksmiðju JBP á Ægisgötu 7 í íbúðir. Áður höfðu aðrir eigendur stefnt að hóteli á þessum stað en horfið frá þeim áformum. Örn V. Kjartansson fjárfestir er að baki M3 en hann var áður framkvæmdastjóri eignaumsýslu fasteignafélagsins Stoða.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn M3 fasteignaþróunar ehf. dags. 14. febrúar 2021 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 7 við Ægisgötu sem felst í að breyta iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði, samkvæmt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. og M3 fasteignaþróunar ehf. dags. 12. febrúar 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 samþykkt, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn.