Sendiherrarnir eru mikilvægur hópur

Á myndinni eru frá vinstri er Sara, Emilía, Kareem, Beniamin, Sabine, María, Jóhannes og Jasmina.

Þjónustumiðstöð Breiðholts átti fund með sendiherrum, formanni fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar, Sabine Leskopf og formanni íbúaráðs Breiðholts Söru Björg Sigurðardóttir þann 10. júní. Sendiherrarnir eru tengiliðir þjónustumiðstöðvar við nýbúa í Breiðholti.

Í frétt frá Þjónustumiðstöð segir að þetta hafi verið afkastamikill fundur um lýðræðislega þróun og hvernig er hægt að brúa bilið á milli ólíka menningarheima í Breiðholti. Á fundinum voru rædd ýmis mál og þá sérstaklega um framtíð spennandi tilraunaverkefnis sem hefur það markmið að ná til fjölskyldur af erlendum uppruna. 

Lykilþáttur í að miðla upplýsingum

Sendiherrarnir eru lykilþátturinn í að sinna því hlutverki, miðla upplýsingum til ákveðinn hóp fólks af svipuðum uppruna og koma með uppástungur um hvernig má bæta þjónustu fyrir sinn samfélagshóp. Á fundinum var tekin staðan á þessu verkefni, rætt um mikilvægi þess fyrir erlendar fjölskyldur og hvernig má styðja betur við þær. Þar komu einnig fram vonir um að stækka verkefnið og fá fleiri sendiherra til viðbótar við þá sex sem eru til starfa nú þegar. Talað var um komandi sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni, og ætla sendiherrarnir að dreifa auglýsingum um þau til sinna hópa. Einnig var rætt um muninn á uppeldisfræði hópa frá mismunandi menningarheimum og nauðsyn upplýsingamiðlun í tengslum við það. Fundaraðilar voru sammála um mikilvægi sendiherra sem tengiliðir fyrir tilgreinda hópa og þeirra hlutverk að auðvelda samfélagslega þátttöku fyrir erlendar fjölskyldur. Hópurinn hlakkar til að vinna saman í náinni framtíð og halda áfram þróun þessa verkefnis.

You may also like...