Ásýnd vestasta hluta Vesturbæjarins breytist
– um 300 nýjar íbúðir byggðar á nokkrum árum –
Ásýnd vestasta hlut Vesturbæjarins mun taka miklum breytingum á næstu árum. Þá munu byggingar sem nú er unnið að undirbúningi að rísa frá jörðu. Jarðvinna er hafin á Héðinsreit og stefnt er að því að byggingaframkvæmdir hefjist fyrir áramót.
Hönnun fyrst áfanga er langt komin og gert er ráð fyrir að þær íbúðir sem byggðar verða í honum verði tilbúnar fyrir lok ársins 2023. Þá er gert ráð fyrir að bygging íbúða í öðrum áfanga hefjist um áramót 2022 til 2023. Til viðbótar þess er hafinn undirbúningur að byggingu 100 íbúða á reit sem kenndur er við Mýrargötu. Alls verður því um 300 nýjar íbúðir að ræða.