Göngu- og hjólastígur lagfærður

Göngu- og hjólastígurinn á milli Snoppu og Bakkatjarnar er lokaður á meðan framkvæmdum stendur.

Framkvæmdir eru hafnar við breikkun og lagfæringar á göngu- og hjólastígnum sem liggur á milli Snoppu og bílastæðisins við Bakkatjörn. 

Stígnum hefur verið lokað á meðan á framkvæmdunum stendur enda vinnuvélar á staðnum sem hættulegar eru vegfarendum. Loftorka sér um verkið og er gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um sex vikur. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér. 

You may also like...