Battavöllur á Landakotstún

Áform eru um að koma upp upphituðum battavelli og leiksvæði á austurhluta Landakotstúns.
Íbúaráð Vesturbæjar og skólastjóri Landakotsskóla hafa kallað eftir bættri leikaðstöðu á svæðinu og biskup kaþólskra hefur veitt leyfi sitt en kirkjan er eigandi Landakotstúns.
Fram hefur komið að frumkostnaðaráætlun verksins sé um 88 milljónir króna. Skipulags- og samgönguráð hefur vísaði málinu til frekari undirbúnings og til gerðar fjárfestingaráætlunar.