Battavöllur á Landakotstún

Þannig er gert ráð fyrir að boltavöllurinn komi til með að líta út þegar byggingu hans verður lokið.

Áform eru um að koma upp upphituðum battavelli og leiksvæði á austurhluta Landakotstúns. 

Íbúaráð Vesturbæjar og skólastjóri Landakotsskóla hafa kallað eftir bættri leikaðstöðu á svæðinu og biskup kaþólskra hefur veitt leyfi sitt en kirkjan er eigandi Landakotstúns. 

Fram hefur komið að frumkostnaðaráætlun verksins sé um 88 milljónir króna. Skipulags- og samgönguráð hefur vísaði málinu til frekari undirbúnings og til gerðar fjárfestingaráætlunar.

You may also like...