Melaskóli 75 ára

Frá 75 ára afmæli Melaskóla.

Melaskóli fagnaði 75 ára afmæli þriðjudaginn 5. október.  Afmælishátíðin heppnaðist frábærlega og var skólinn fullur af syngjandi, kátum og klístruðum krökkum. Myndasýningar voru settar upp á þremur stöðum í skólanum og hann skreyttur fallega í tilefni dagsins.

Eins og í öllum almennilegum afmælum fengu nemendur pítsu í hádeginu og risastóra afmælisköku. Mikil kátína sveif yfir öllu skólastarfinu og margir eignuðust fallegar og góðar minningar til að ylja sér við. Til hamingju öll í Melaskóla með stórafmælið.

You may also like...