Verður gamla sendiráðinu breytt í íbúðir?
Gert er ráð fyrir að gamla sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg verði breytt í íbúðir til skammtímaleigu. Húsið var reist 1941 og var sett í sölu þegar sendiráðið flutti. Við sölu voru 720 milljónir settar á bygginguna.
THG Arkitekta ehf. hefur lagði fram fyrirspurn um að breyta húsunum á lóð nr. 21 til 23 við Laufásveg, sem er gamla sendiráðsbyggingin í tveggja til fjögurra herbergja íbúðir sem yrðu skilgreindar sem íbúðir með leyfi fyrir skammtímaleigu.