Útskriftarhátíð FB í Hörpu

Útskriftarhópur úr FB eftir haustönn 2021.

Útskriftarhátíð FB fór fram við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu þann 17. desember. Alls útskrifuðust 137 einstaklingar með 149 skírteini. Af þeim voru 66 nemendur með stúdentspróf, 26 útskrifuðust af húsasmíðabraut, 24 af rafvirkjabraut, 26 af sjúkraliðabraut, 7 af snyrtibraut. 

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni og Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari flutti ávarp. Tveir nemendur skólans tóku þátt í tónlistaratriðum, Ásta Bína Lárusdóttir Long sem söng lagið Ást við undirleik Pálma Ólasonar og lagið Hjá þér þar Stefán Örn Ingvarsson lék á gítar. Þá voru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og hlaut Andrea Rós Guðmundsdóttir, fata- og textílbraut viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúdentsprófi. Andrea Rós hlaut viðurkenningu frá Styrktarsjóði Kristínar Arnalds fyrir bestan árangur í íslensku á stúdentsprófi, sem og viðurkenningu frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. Þá hlaut Eyþór Björnsson, stúdent af náttúruvísindabraut viðurkenningu frá Rótaryklúbbi Breiðholts sem og viðurkenningu fyrir bestan árangur í eðlisfræði og raungreinum.

Andrea Rós Guðmundsdóttir og Eyþór Björnsson.
Myndir: Haraldur Guðjónsson Thors.

You may also like...