Í alvöru, hver vill strá aukaefnum út á matinn sinn?

Jóhanna Kristjánsdóttir ásamt systur sinni Guðrúnu Kristjánsdóttur.

Jóhanna Kristjánsdóttir eigandi heilsuhofsins Systrasamlagsins á Óðinsgötu er mikill reynslubolti þegar það kemur að heilsumálum. Hún stofnaði ásamt systur sinni, Systrasamlagið fyrir 8 árum, sem hún segir hafa verið mikið mikla ævintýraför. Áður hafði Jóhanna unnið í Heilsuhúsinu, svo reynslan í heilsubransanum er nú talin í meiri en 3 áratugum.

Hvað myndir ráðleggja fólki í upphafi árs?

“Að tryggja grunnþörfina, “ svarar Jóhanna að bragði. “Það er nauðsynlegt að taka inn gott fjölvítamín með góðum B-vítamínum, D- vítamín, góðar Omega fitusýrur (hvort sem er fiskiolía eða jurtaolía) og svo góða góðgerla fyrir meltinguna því þar liggur svo stór hluti ónæmiskerfisins. Ef grunnnæringin er í lagi á líkaminn svo miklu auðveldara með að heila sig sjálfur.

En þetta er allt einstaklingsbundið. Við erum með mismunandi þarfir. Þess vegna er svo gott að geta leitað sér gagnlegra upplýsinga sem t.d. hægt að gera í Systrasamlaginu.

Þú minnist á mikilvægi ónæmiskerfis?

“Burtséð frá því að verjast vírusum og bakteríum erum við búin að vera spritta okkur í 2 ár sem hefur sjálfsagt raskað flóru flestra og þannig næringarupptöku um leið. Nú þurfum við að næra okkur extra vel og hafa næringuna fjölbreytta. Í því tilliti skiptir máli að velja bætiefnin vel,” bætir Jóhanna við. “ Þau ættu að vera án allra fylliefna og aukaefna. Nóg er álagið á líkamann fyrir, svo hann þurfi ekki að vinna úr aukaefnunum líka,” segir Jóhanna og upplýsir um það sem skiptir máli:

“Vítamín og bætiefnaheimurinn er æði misjafn að gæðum og stundum má setja stórt spurningarmerki við öll aukaefnin sem fylgja annars ágætum vítamínum. Fylliefni eins og sykur, tíataníum díoxíð, hveiti, steric sýra og svo mætti áfram telja. Það er ágætt fyrir okkur mörg að vita að 50% af þeim töflum/vítamínum sem eru á markaðnum í dag innihalda aukaefni, lím eða bindiefni. Fyrir magra er þetta býsna dapurleg staðreynd en aðra, sem eru viðkvæmir fyrir þessum efnum, er þetta raunverulegt vandamál og getur hindrað næringarupptöku. En svona í alvöru, hver vill strá títaníum díoxíð eða steric sýru út á matinn sinn?”

Eftir miklar vangaveltur ákváðu systurnar í Systrasamlaginu að velja Viridian vítamín- og bætiefnalínuna. Jóhanna upplýsir um hvers vegna:

“Það kemur aðallega til að því hversu vel sú lína er hugsuð og vönduð. Og líka vegna þess að flest þau efni sem hún inniheldur, eru ræktuð og unnin í landinu þar sem hún er framleidd, þ.e. í Bretlandi. Vidrian er í persónulegum samskiptum við sína framleiðendur hvort sem þeir eru í Bretlandi, Egyptalandi eða á Íslandi. Viridian er að miklu leyti úr vottuðu lífrænum jurtum og þar sem þau innihalda engin fylliefni nýtist innihald þeirra 100%. Þá er frábært að segja frá því að Virdian fékk nýlega vottun sem fyrsta fyrirtækið í heiminum sem ekki notast við pálmaolíu og er margverðlaunað fyrir hreinleika og gæði.

Hvaða spennandi framundan í bætiefnaheiminum?

“Hvað Virdian varðar, sem er alltaf með puttann á púlsinum, þá er Black seed olía frá þeim að slá í gegn víða og líka hér í Systrasamlaginu. Hún er mjög öflug enda lífrænt vottuð og af bestu gæðum. Nú fæst hún með mismunandi styrkleika af efni sem er sérstaklega bólguhemjandi. 

En í ár leggur Virdian ríka áherslu á magnesíum í allri sinni vídd og breidd. Magnesíum kemur að 300 efnaskiptaferlum í líkamanum. Það er mikill skortur á þessu einu allra mikilvægasta efninu sem er lífsnauðsynlegt fyrir okkur. Það kemur m.a. að svefni, heila- og taugakerfi, orku, hjarta, geðheilsu og beinum og tönnum. Magnesíum er kannski einmitt það sem Virdian kallar það “Spark of life”, sjálfur lífsneistinn.

You may also like...