Fleiri hlaupa hjá Hjólakrafti
Önnur hlaupaæfingin hjá Hjólakrafti og Leikni var haldin í lok mars. Helmingi fleiri mættu á þessa æfingu en í vikunni á undan viku eða 10 manns. Þetta er góður árangur segir Þorvaldur Daníelsson forstöðumaður Hjólakrafts sem hvetur sem flesta til þess að koma og prófa enda æfingarnar hugsaðar fyrir byrjendur.
Hjólakraftur er félag sem heldur námskeið fyrir ungt fólk á öllum aldri. Fyrstu námskeiðin voru haldin sumarið 2012 af þeim Þorvaldi og Eiríki Árnasyni sjúkraþjálfara. Þá var Þorvaldur framkvæmdastjóri hjá stuðningsfélaginu Krafti og þaðan kemur í raun nafnið á félaginu. Hugmyndin var að hitta fyrir fólk sem var að tapa í baráttunni fyrir hinum ýmsu lífstílssjúkdómum. Með góðu samstarfi við Heilsuskólann á LSH urðu til hópar af krökkum sem langaði að taka þátt í að hjóla.
„Hjólakraftur er fyrir alla. Helst langar okkur að hitta krakka á aldrinum 12 til 18 ára en erum einnig með hópa af ungu fólki og við skiptum hópunum eftir aldri. Í yngri hópnum eru krakkar fæddir 2000 til 2002 en í þeim eldri eru fólk fætt 1997 til 1999. Heldur þú að þú eigir samleið með Hjólakrafti. Hafðu þá samband við Þorvald eða Valda eins og hann er oft kallaður. Hann segist yfirleitt mjög snöggur að svara pósti og hann er með netfangið valdi@hjolakraftur.com og síma 848 8822 og er einnig á Facebook og senda honum skilaboð.