Leyft að rífa Bygggarða 3

Bygggarðar 3, þar sem áður fyrr var Áhaldahús bæjarins.

Skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkt umsókn Gróttubyggðar ehf. um að rífa megi byggingar við Bygggarða 3, þar sem Áhaldahús Seltjarnarnesbæjar var staðsett árum saman.

Samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar samræmist niðurrifið deiliskipulagi og ákvæðum laga nr.160/2010. Niðurrif þessara bygginga er nauðsynlegt vegna byggingar hins nýja íbúðahverfis við Bygggarða. Að þessum byggingum horfnum stendur ekki annað eftir á gamla iðnaðarhverfinu við Bygggarða en húsalínan vestan megin við götuna. Þar eru einkum stunduð vélsmíði og bílaviðgerðir en safn af ónýtum bílhræjum hefur löngum einkennt þetta svæði.

You may also like...