Vilja breyta gömlu bandarísku sendiráðshúsunum í íbúðabyggð

Gamla sendiráðið við  Laufásveg.

Fé­lagið Laxa­mýri ehf. sem er í eigu Hjalta Gylfa­son­ar og Jónas­ar Más Gunn­ars­son­ar hefur fest kaup á fyrrum sendi­ráðsbú­stað Banda­ríkj­anna við Lauf­ás­veg 19 til 23 og Þing­holts­stræti 34. Endanlegt kaupverð liggur ekki fyrr en ásett verð var 720 millj­ón­ir króna. 

Laxa­mýri sendi Reykja­vík­ur­borg bréf í mars sl. og óskaði eft­ir sam­starfi við skipu­lags­svið vegna þess að fé­lagið hef­ur áhuga á að breyta notk­un úr skrif­stofu í íbúðar­hús­næði sem er í sam­ræmi við upp­runa­lega notk­un þess.

Hins veg­ar er ekki til deili­skipu­lag um svæðið og því var óskað eft­ir sam­starfi við borg­ar­yf­ir­völd. Húsnæðið er í fjórum byggingum, alls ríflega tvö þúsund fermetrar, með sameiginlegum garði í miðjunni. Croisette Real Estate Partner á Íslandi sá um sölu eignarinnar. Eignin er í fjórum byggingum sem telja alls rúma tvö þúsund fermetra auk sameiginlegs garðs. Sendiráð Bandaríkjanna keyptu fyrstu fasteignina við Laufásveg árið 1947 en fluttu sendiráðið nýlega á Engjaveg 7.

You may also like...