Vilja breyta gömlu bandarísku sendiráðshúsunum í íbúðabyggð

Félagið Laxamýri ehf. sem er í eigu Hjalta Gylfasonar og Jónasar Más Gunnarssonar hefur fest kaup á fyrrum sendiráðsbústað Bandaríkjanna við Laufásveg 19 til 23 og Þingholtsstræti 34. Endanlegt kaupverð liggur ekki fyrr en ásett verð var 720 milljónir króna.
Laxamýri sendi Reykjavíkurborg bréf í mars sl. og óskaði eftir samstarfi við skipulagssvið vegna þess að félagið hefur áhuga á að breyta notkun úr skrifstofu í íbúðarhúsnæði sem er í samræmi við upprunalega notkun þess.
Hins vegar er ekki til deiliskipulag um svæðið og því var óskað eftir samstarfi við borgaryfirvöld. Húsnæðið er í fjórum byggingum, alls ríflega tvö þúsund fermetrar, með sameiginlegum garði í miðjunni. Croisette Real Estate Partner á Íslandi sá um sölu eignarinnar. Eignin er í fjórum byggingum sem telja alls rúma tvö þúsund fermetra auk sameiginlegs garðs. Sendiráð Bandaríkjanna keyptu fyrstu fasteignina við Laufásveg árið 1947 en fluttu sendiráðið nýlega á Engjaveg 7.