Þór Sigurgeirsson nýr bæjarstjóri

Þór Sigurgeirsson tekur við lyklum á bæjarskrifstofu Seltjarnarness af Ásgerði Halldórsdóttur.

Þór Sigurgeirsson verður bæjar­stjóri á Seltjarnarnesi. Hann tekur við af Ásgerði Halldórsdóttur sem látið hefur af störfum eftir 20 ára starf í bæjarstjórn, þar af í 13 ár sem bæjarstjóri. 

Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjar­stjórnar var ákveðið að Ragnhildur Jónsdóttir muni gegna embætti forseta bæjarstjórnar og Magnús Örn Guðmundsson verði formaður bæjar­ráðs. Þór var bæjarfulltrúi Seltjarnarnes­bæjar á árunum 2006 til 2010. Hann var ennfremur formaður Umhverfis­nefndar og  fulltrúi Seltjarnarnesbæjar í stjórn Sorpu bs. Faðir Þórs, Sigurgeir Sigurðsson var sveitar- og bæjarstjóri Seltjarnar­ness í röska fjóra áratugi og lengst allra sveitarstjórnarmanna. Hann lét af störfum fyrir réttum 20 árum vorið 2002.

You may also like...