Kristjana nýr skólastjóri grunnskólans

Kristjana Hrafnsdóttir skólastjóri.

Kristjana Hrafnsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness frá 1. ágúst 2022. Kristjana hefur starfað við skólann sl. 21 ár og þar af sem aðstoðar­skólastjóri frá árinu 2018. Hún á stóran þátt í uppbyggingu skóla­starfs og núverandi stöðu skólans.

Kristjana hefur M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði auk þess að hafa viðbótardiplómagráðu í stjórnunar­fræði mennta­stofnana, með áherslu á starfsþróun, skóla­þróun og lærdóms­samfélög undir faglegri forystu skólastjóra. Í hlutverki aðstoðar­skólastjóra skólans hefur Kristjana öðlast góða innsýn í skóla­starfið, uppbyggingu þess og skipu­lag. Hún hefur komið að ákvarðana­tökum varðandi flesta þætti starfsins og þekkir vel til starfshátta. Þá hefur hún haft tengsl við samstarfsaðila skólans í áraraðir.

You may also like...