Borgarbóka­safnið fær glæsilegt hlutverk

Borgarbókasafnið á horni Grófarinnar og Tryggvagötu.

Borgarbókasafnið í Grófinni í Reykjavík fær nú glæsilegt hlutverk. Fimm hópar arkitekta hafa skilað tillögum um svonefnt upplifunartorg í húsinu og verður sú besta valin 22. júní. Nýja rýmið er alls 1.200 fermetrar og er áfast við vesturgafli Grófarhússins á sex hæðum.

Skjalasafnið sem er á þriðju hæð hússins og hluta þeirrar fjórðu verður flutt í annað húsnæði og ljósmyndasafnið sem er á sjöttu hæð verður flutt í í Hafnarhúsið. Með tilkomu nýbyggingar­innar og flutningum skjala- og ljósmyndasafns mun Borgarbókasafnið hafa allt að sjö þúsund fermetra plássi til umráða. Nýja Borgar­bókasafnið verður viti við höfnina að sögn Pálínu Magnúsdóttur borgarbókavaðar. Borgarbókasafnið verður eitt af þremur menningar­húsum við Tryggvagötu. Hin eru Listasafn Reykja­víkur og Listaháskólinn sem flytja á í Tollhúsið.

You may also like...