Verður Hagatorg gert að almenningsrými?

– hugmyndir um leikskólalóð á torginu aflagðar –

Séð yfir Hagatorg. 

Borgarráð samþykki á fundi 17. maí sl. að fela umhverfis- og skipulagssvæði að þróa hugmyndir um aukna nýtingu Hagatorgs og skilgreina það sem torg í biðstöðu. Markmiðið með því er að kanna þau tækifæri sem felast í því að hugsa Hagatorg sem fjölnota almenningsrými eða almenningsgarð sem taka einnig mið af nálægð þess við Melaskóla, Hagaskóla og nærliggjandi byggingar. Rýni á samgöngumálum og umferðaröryggi verði hluti af verkefninu með sérstakri áherslu á öruggar göngutengingar.

Hugmyndir höfðu verið settar fram að nýta torgið fyrir færanlegan leikskóla. Nú hefur verið fundin laus á því máli og aðrar lóðir orðið fyrr valinu hvað leikskólamálin varðar. Því hefur verið fallið frá hugmyndum að nyta Hagatorg fyrir leikskólalóð. Hugmyndir hafa áður komið fram um að þróa Hagatorg í umrædda átt. Meðal annars setti Hilmar Þór Björnsson Vesturbæingur og arkitekt fram hugmyndir í þessa átt. Hugsunin að baki þessu er að þarna skapast frábært tækifæri til að koma upp fjölbreyttri aðstöðu fyrir útivist fyrir alla fjölskylduna og bæta til muna útiaðstöðu nemenda í Melaskóla, Hagaskóla og víðar. Leiktæki, þrautabrautir, útisvið fyrir fjölbreytta menningarviðburði, gosbrunnur, bekkir til að njóta þess sem fyrir augu ber eða hvíla lúin bein.

You may also like...