Ný bæjarstjórn kom saman til fyrsta fundar

Fv. Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri, Bjarni Torfi Álfþórsson, Svana Helen Björnsdóttir, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Karen María Jónsdóttir.

Ný bæjarstjórn á Seltjarnarnesi kom saman til fyrsta fundar eftir kosningar miðvikudaginn 8. júní.  Á fundinum var meðal annars kosið í embætti forseta bæjarstjórnar, skipað í allar nefndir og ráð og nýr bæjarstjóri kjörinn.

Bjarni Torfi Álfþórsson setti fundinn sem aldursforseti með lengsta setu í bæjarstjórn og bauð bæjarfulltrúa velkomna til fyrsta fundar nýkjörinn­ar bæjarstjórnar fyrir kjörtímabilið 2022 til. Ragnhildur Jónsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórn­ar og Þór Sigurgeirsson oddviti Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi var kjörinn nýr bæjarstjóri. Þá var skipað í nefndir og ráð bæjarfélagsins sem lesa má um á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar. Magnús Örn Guðmundsson og Guðmundur Ari Sigurjónsson voru fjarverandi en Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir og Karen María Jónsdóttir sátu fundinn í þeirra stað.

You may also like...