Nýr hjólastígur opnaður í Elliðaárdal

Nýr hjólastígur Breiðholtsmegin í Elliðaárdalnum er nú tilbúinn og opinn fyrir umferð. Bygging hans er liður í því að aðskilja gangandi og hjólandi umferð í dalnum.
Um er að ræða fyrsta áfanga af þremur í efri hluta Elliðaárdal á kaflanum frá Höfðabakka að Breiðholtsbraut. Þessi fyrsti áfangi nær frá stíflu að gömlu vatnsveitubrúnni. Áfangi tvö fer í framkvæmd í sumar og haust og áfangi þrjú afmarkast síðan af brúar- og stígagerð upp að Breiðholtsbraut, framhjá Fákssvæðinu. Stefnt er að því að ljúka þriðja áfanga á árinu 2023.