Biður Seltirninga að gæta að hvað fari í klósettið

Starfsfólk Umhverfisstofnunar að tína rusl í fjörunni á Nesinu.
Mynd: Umhverfisstofnun.

Svo virðist sem fólk á Seltjarnarnesi hugi ekki nægilega vel að því hvað fer ofan í frárennslið. Starfsmenn Umhverfisstofnunar tíndu rusl í fjörunni í Bakkavík á Seltjarnarnesi fyrir skömmu og fundu þá meðal annars 934 blautklúta. Þetta er næst mesti fjöldi klúta sem hafa fundist í einni ferð síðan vöktun hófst.

Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að í júlí árið 2019 hafi 977 klútar fundist í einni fjöruferðinni og Seltirningar því nálægt því að slá vafasamt met. Í tilkynningunni ítrekar stofnunin að klósettið sé ekki ruslafata og að í það eigi einungis að fara það sem fólk ætur þar frá sér auk klósettpappírs. Vöktunin í Bakkavík felur í sér að tína rusl á hundrað metra kafla fjórum sinnum á ári. Það eru þó ekki einungis blautklútar sem skolast með skólpi í sjóinn en einnig finna starfsmenn stofnunarinnar þar eyrnapinna, dömubindi og fleira.

You may also like...