Anna Sigríður ráðin skólastjóri Grandaskóla

Anna Sigríður Guðnadóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grandaskóla. Anna Sigríður er með meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst og B.Ed. gráðu af grunnskólakennarabraut frá Kennaraháskóla Íslands. 

Hennar kjörsvið er svið yngri barna. Einnig hefur hún lokið listdansaranámi frá Listdansskóla Íslands. Anna Sigríður hefur starfað sem umsjónarkennari, listgreinakennari og forfallakennari við grunnskóla en auk þess sem kennari og deildarstjóri grunnskóladeildar Listdansskólans. 

Anna Sigríður starfaði sem aðstoðarskólastjóri í Grandaskóla í tvö ár og hefur starfað farsællega sem skólastjóri þar í afleysingu undanfarið eitt og hálft ár.  

You may also like...