Næturstrætó ekur út á Nes

Næturstrætó aftur farinn að aka.

Næturstrætó snýr aftur um helgar og mun keyra úr miðbænum og út í hverfin. LEIÐ107 mun keyra á Seltjarnarnesið sem hér segir: Fer frá Hlemmi kl. 01:20, 02:00, 02:40 og 03:20. Leiðin ekur niður Hverfisgötu, fram hjá Ráðhúsinu, um Suðurgötu, Hjarðarhaga, Ægissíðu, Nesveg, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd og Eiðisgranda.

Ný stjórn Strætó tók samhuga þá ákvörðun að svara ákalli íbúa höfuðborgarsvæðisins um aukna þjónustu og fjölbreyttari samgöngu­kosti út úr miðborg Reykjavíkur um helgar. Sjö næturleiðir munu aka frá miðbænum og út í hverfin, en árið 2020 voru þessar leiðir fimm. Næturstrætó ekur úr miðbæ Reykjavíkur á aðfaranóttum laugardags og sunnudags og er aðeins hægt að taka næturstrætó út úr miðbænum en ekki til baka. Vagnarnir aka ekki skv. hefðbundinni tímatöflu og því er einungis gefinn upp brottfarartími úr miðbænum en vagnarnir aka inn í hverfin án þess að tímajafna. Viðskiptavinir sem ætla að nýta vagninn á miðri leið er bent á að fylgjast með staðsetningu vagna í rauntíma í Klapp appinu, Strætó appinu eða inn á heimasíðu Strætó.

You may also like...