VERBÚÐARBALL 10. september

Grótta heldur alvöru sveitaball sem nefnist VERBÚÐARBALL 10. september í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.

Vignir Snær úr Írafár stjórnar Verbúðar­bandinu sem er sérstaklega sett saman fyrir þennan viðburð og söngvarar verða þau Selma Björnsdóttir og Stefán Hilmarsson. Nú er orðið staðfest að Herbert Guðmundsson muni opna kvöldið þegar hann stígur á stokk kl. 22:00 um kvöldið en ballið hefst kl. 23:00. Gunnlaugur Jónsson íþróttastjóri Gróttu sagði við Nesfréttir að undirbúningur fyrir ballið gengi vel, þetta er stór framkvæmd og reiðum okkur á marga sjálfboðaliða frá okkar deildum en jafnframt stefnir í að þetta verði okkur góð tekjulind. Það hefur myndast gríðarleg stemmning fyrir ballinu og nú (18 ágúst) búið að selja yfir 600 miða sem er frábært þegar 3 vikur er í viðburðinn.  Ég vil benda fólki á að tryggja sér miða sem allra – það stefnir að það verði uppselt en miðasala fer fram á tix.is

Herbert Guðmundsson í sínu nátturulega umhverfi

You may also like...