Græn lífsgæðaborg

– borg byggð á náttúru og sögu –

Náttúra útivist og mannvirki eldri sem yngri eiga að verða einkenni framtíðarborgarinnar.

Græn lífsgæðaborg er leiðarljós nýrrar borgarhönnunarstefnu sem er í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur. Umhverfis- og skipu­lagsráð samþykkti nýverið að láta vinna borgarhönnunar­stefnu sem fjallar með einföldum og skýrum hætti um gæði borgar­rýmis og byggðar.  

Borgarhönnunarstefna á að tryggja heildstæða mynd borgar­landsins og styrkja karakter borgar­landslagsins. Henni er ætlað að standa vörð um gæði í uppbygg­ingu og endurnýjun eldri byggðar og setur kröfur um hlutfall grænna innviða. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir að borgarhönnunarstefnan sé sett fram til að skapa heildstæða borgar­mynd með sérkennum Reykjavíkur.

Byggja borg sem fólk tengir við, vill búa í og þykir vænt um. Borg sem er nútímaleg og er byggð til langs tíma. Borg sem er byggð með tilliti til loftslags og náttúru. Borg sem á sögu og segir sögu.

You may also like...