Framkvæmdum við þrýstilögn að ljúka

Frá framkvæmdum við Norðurströndina.

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Seltjarnarnessbæjar hafa verið að leggja þrýstilögn vegna skólps meðfram Norðurströnd í sumar. Er það gert til að tengja fyrirhugaða Gróttubyggð við hreinsi- og dælustöð á miðjum Eiðsgranda. 

Þeir hafa nú lokið þessu verkefni innan bæjarmarka Seltjarnarness. Þegar þetta er ritað eru þeir að ljúka við að grafa í landi Reykjavíkur að stöðinni. Af þessu hefur verið nokkuð rask fyrir vegfarendur en vel verður frá þessu gengið við verklok sem verða von bráðar.

You may also like...