Vilja kristmynd Thorvaldsens í Hallgrímskirkju

Séð inn í kór Hallgrímskirkju.

Hópur áhugafólks vill fá kristsmynd Bertels Thorvaldsens sem ígildi altaristöflu innan við altari Hallgrímskirkju í Reykjavík. Fram til þessa hefur þó ekki verið áhugi fyrir því innan sóknarnefndar kirkjunnar. Thorvaldsen gerði styttuna upphaflega úr gifsi en hún var síðan höggvin í marmara. Kristsmynd Bertels Thorvaldsens er í Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn en ekki er lagt til að Íslendingar gerum kröfu til þeirrar styttu. Fleiri eintök hafa verið gerð úr marmara og nákvæm mál hennar hafa verið skráð og eru geymd í Vatíkaninu í Róm.

Kristmyndin er eitt þekktasta verk Thorvaldsens. Styttan er 3,45 metrar á hæð og telja áhugasamir um uppsetningu hennar að hún mynd sóma sér vel í krónum í Hallgrímskirkju. Bertel Torvaldsen var íslenskur í föðurætt og er listfengi að finna í ættum hans. Kristján Eldjárn fornleifafræðingur og fyrrverandi forseti Íslands ritaði grein í sýningarskrá fyrir stórsýningu sem haldin var á verkum Thorvaldsens á Kjarvalsstöðum 1982. Sú sýning var fyrsta stóra sýningin sem Thorvaldsen-safnið í Kaupmannahöfn stóð fyrir utan Danmerkur. Kristján kom þar meðal annars inn á listfengi í ættum sem stóðu að Thorvaldsen hér á landi. Hugmyndin um að fá Kristsmynd Thorvaldsens í kórinn í Hallgrímskirkju hefur áður komið fram. Hún var meðal annars til umræðu í sóknarnefnd kirkjunnar fyrir einhverjum árum. Hún hún þó ekki hafa hlotið miklar undirtektir. Mönum hafi þótt styttan of stór fyrir einfaldleika kórsins og ekki verið rædd síðan á þeim vettvangi.

You may also like...