Fjöldi fólks samfagnaði séra Bjarna sextugum

Svana Helen Björnsdóttir, séra Bjarni Þór Bjarnason og Þór Sigurgeirsson. 

Fjöldi fólks kom í Seltjarnarnes­kirkju 15. nóvember sl. til að heiðra og samfagna sr. Bjarna Þór Bjarnasyni sóknarpresti sem var sextugur. Sr. Bjarni Þór hefur verið prestur í Seltjarnarneskirkju í 11 ár og samfélagið á Nesinu hefur notið góðs af elskusemi hans, hugmyndaauðgi og framkvæmdasemi í kirkjustarfinu. Hann hefur gert kirkjuna að öðru heimili Seltirninga sem þeir sem njóta þjónustu hans kunna að meta. 

„Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju færir sr. Bjarna Þór alúðarþakkir fyrir trúmennsku, kærleiksríka þjónustu og frábært samstarf. Guð gefi honum og fjölskyldu hans bjarta og hamingjuríka framtíð. Vonandi megum við á Nesinu njóta starfskrafta sr. Bjarna Þór enn um langa hríð, segir í frétt frá nefndinni. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri ávarpaði afmælisbarnið og sló á létta strengi. Séra Bjarni Þór gómaði hann þó á skemmtilegan hátt og fékk hann til að flytja hátíðarræðu í messu á næst komandi Nýársdag kl. 14 í kirkjunni. 

You may also like...