Sjósund við Ægisíðu

Framkvæmdir við Ægisíðuna.

Nýtt líf er að færast í fjöruna við gömlu grásleppuskúrana á Ægisíðu. Hafnar eru framkvæmdir við byggingu á aðstöðu fyrir sjósundsiðkendur. Þar munu brátt rísa búningsklefar og útisturtur fyrir fólk sem hyggst stinga sér til sunds.

Samkvæmt verklýsingu á að hanna aðstöðuna í svipuðum stíl og gömlu skúrana en fyrir um það bil ári var annar skúranna gerður upp. Þá er áætlað að tengingin við sæinn og atvinnusögu skúranna yrði í hávegum höfð. Sem dæmi verður sjávargrjóti hlaðið upp við veggi skýlisins. Um er að ræða hugmynd sem hlaut góðar viðtökur í hugmyndasöfnuninni Hverfið mitt fyrir um það bil tveimur árum.  Áætlaður kostnaður við verkefnið er 10 milljónir króna.

You may also like...