Gróttubyggð farin að rísa
Fyrsta húsið í Gróttubyggð er tekið að rísa. Þar verða 170 íbúðaeiningar. Jáverk er að byggja tvö fjölbýlishús með 24 til 26 íbúðum og þrjú fjórbýlishús. Gerð er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar fara í sölu eftir rúmt ár eða í upphafi árs 2024.
Mikill áhugi er á þessu nýja hverfi enda er um eina hverfið sem er í byggingu á Seltjarnarnesi þar sem lítið hefur verið byggt á undanförnum árum. Allt frá að fjölbýlishúsin á Hrólfskálamel voru byggð. Hafin er vinna við byggingu fyrra fjölbýlishússins og gert ráð fyrir að um tíu mánuði að steypa það upp. Gróttubyggð er á landi Bygggarða. Nyrst á norðanverðu nesinu og skammt frá vinsælu útivistarsvæði við Gróttu.