Marinó hættir

Marinó Þorsteinsson ásamt Hrönn dóttur sinni stofnendan RIFF alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem hún hefur staðið fyrir í tvo áratugi.

Marinó Þorsteinsson hætti nýlega sem formaður sóknar­nefndar Dómkirkjunnar eftir langan og farsælan feril í safnaðar­starfi og sóknarnefnd. Marinó var formaður endur­bótarnefndar um aldamótin þegar gerðar voru gagngerar endur­bætur á hinu forna kirkjuhúsi, einstaklega glöggur, ötull og samviskusamur. 

Alla tíð hefur hann verið vakinn og sofinn yfir málefnum kirkjunnar og safnaðarins, og sinnt öllum málum hennar af fádæma fórnfýsi og dugnaði, og stutt við starfsfólk og sjálfboðaliða með ráðum og dáð. Við formennsku tekur Einar S. Gottskálksson. Um leið og Marinó eru þökkuð hans dýrmætu störf fyrir Dómkirkjuna fyrr og síðar óskum við Einari allra heilla. Safnaðarstarfið í Dómkirkjunni hefur farið vel af stað í haust með ánægjustundum bæði í kirkjunni og safnaðarheimilinu við Lækjargötu. Nú styttist í fæðingarhátíð frelsarans – verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

You may also like...