Bubbi bætist í listamannaflóruna á Nesinu

Nesbali 46.

Bubbi Morthens tónlistarmaður og eiginkona hans Hrafnhildur Hafsteinsdóttir hafa fest kaup á einbýlishús við Nesbala 46 á Seltjarnarnesi. Þetta er í annað sinn sem Bubbi flytur á Nesið en hann bjó á Eiðistorgi ásamt fyrri eiginkonu sinni um árabil. Hann var valinn Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2002. Hrafnhildur er heldur ekki ókunnug á Seltjarnarnesi en hún er alin þar upp.

Bubbi bætist því í hóp listafólks á Seltjarnarnesi, en þar búa m.a. Ari Bragi Kárason trompetleikari, Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarmaður og tónlistarfræðingur, Björg Ísaksdóttir búningahönnuður og listmálari, Daníel Bjarnason tónlistarmaður, Elsa Nielsen grafískur hönnuður og listamaður, Freyja Gunnlaugsdóttir tónlistarmaður, Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri, Friðrik Karlsson tónlistarmaður, Jóhann Helgason tónlistarmaður, Jóhann G. Jóhannsson leikari, Jón Jónsson tónlistarmaður, Kristinn Hrafnsson myndhöggvari, Margrét Helga Jóhannsdóttir leikari, Nína Dögg Filippusdóttir leikari og leikstjóri og Sigga Heimis hönnuður.

You may also like...