Kjartan Kári íþróttamaður Gróttu og Freyja íþróttakona Gróttu
Íþróttamaður Gróttu var valinn knattspyrnumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson og íþróttakona Gróttu var valin fimleikakonan Freyja Hannesdóttir þau voru útnefnd við athöfn sem var haldin í hátíðarsal Gróttu miðvikudaginn 11. janúar sl. til að fagna íþróttaárinu 2022.
Kjartan Kári var lykilmaður í meistaraflokks liði Gróttu sem endaði í 3ja sæti Lengjudeildarinnar. Hann skoraði 17 mörk og var markahæsti maður deildarinnar. Þá var Kjartan Kári líkt og á síðasta ári valinn í U-19 ára landslið Íslands og spilaði þar í milliriðli fyrir EM 2022. Frammistaða Kjartans Kára fór heldur ekki framhjá liðum í Bestu deildinni sem sýndu mikinn áhuga á að fá hann til liðs við sig. Kjartan Kári fór hins vegar á reynslu til Haugesund sem leikur í efstu deild í Noregi og stóð sig með mikilli prýði. Í lok ársins gekk Kjartan Kári svo til liðs við Haugesund sem atvinnumaður í fótbolta.
Freyja Hannesdóttir er íþróttakona Gróttu 2022. Hún hefur æft áhaldafimleika hjá Gróttu í 10 ár. Hún er með skýr markmið og leggur mikið á sig til að ná þeim. Hún er mikilvægur liðsfélagi í meistaraflokki Gróttu og fyrirmynd æfingafélagana.Hún varð Íslandsmeistari unglinga árið 2021 og keppti með unglingalandsliðinu það sama ár. Árið 2022 var fyrsta ár Freyju í fullorðinsflokki og stimplaði hún sig strax inn í hóp þeirra bestu. Á Íslandsmótinu keppti hún á tvíslá og slá og komst í úrslit á báðum áhöldum þar sem að hún varð í 5. sæti. Hún var í bikarliði Gróttu sem varð í 3. sæti af samtals 9 liðum sem að kepptu á Bikarmóti FSÍ. Freyja kom sterk inn í veturinn og var valin í æfingahóp fyrir Norður Evrópumót. Á Haustmóti FSÍ varð hún í 4. sæti í fjölþraut og sigraði á stökki og varð í 3. sæti á tvíslá.
Sara Björk Arnarsdóttir knattspyrnukona var valin íþróttakona æskunnar. Sara lék frábærlega með tveimur flokkum í sumar, þar sem hún var burðarás liðum bæði 3. og 4. flokks. Sara var á árinu valin í U-15 ára landslið Íslands og steig einnig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins.
Antoine Óskar Pantano handknattleiksmaður var íþróttamaður æskunnar. Hann er lykilleikmaður og fyrirliði í 3 flokki félagsins sem og ungmennaliðsins. Hann hefur leikið með meistaraflokknum í Olísdeildinni og lék sína fyrstu unglingalandsleiki með U16 síðasta sumar.
Maksim Akbachev er þjálfari ársins hjá Gróttu. Maksim er yfirþjálfari handboltadeildar og var aðstoðarþjálfari hjá meiataraflokki karla 2020 til 2022 auk þess að þjálfa yngri flokka, núna í vetur þjálfar hann 5. flokki karla og 4. flokki kvenna.
Sjálfboðaliðar ársins voru valdir Eyjólfur Garðarsson, handknattleiksdeild: Arnkell Bergmann Arnkelsson og Halla Bachmann Ólafsdóttir hjá knattspyrnudeild.
Eftirfarandi krakkar fengu sína fyrstu landsliðsreynslu á árinu 2022:
Handknattsleiksdrengirnir Alex Kári Þórhallsson og Antoine Óskar Pantano, knattspyrnukrakkarnir Tómas Johannessen og Sara Björk Arnarsdóttir og fimleikastúlkan Auður Anna Þorbjarnardóttir.
Merkjahafar eru Kári Garðarsson sem hlaut gullmerki, Ragnar Rafnsson og Anna Sóley Jensdóttir hlutu silfurmerki og bronsmerki hlutu Bernódeus Sveinsson, Bjarni Geir Halldórsson, Bragi Björnsson, Fjalar Sigurðarson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hreinn Októ Karlsson, Kristinn Þorvaldsson, Sigurbergur Steinsson, Þór Sigurðsson og Þóra Kristín Jónsdóttir. Þröstur Þór Guðmundsson formaður Gróttu og Anna Björg Erlingsdóttir varaformaður afhentu verðlaunin.