Verður Árbæjar­stífla tekin niður

Árbæjarstífla áður var tæmt úr Elliðaárlóninu.

Mögulega verður Árbæjar­stífla tekin niður á næstu árum. Málið tengist endurheimt náttúru­gæða eftir að orkuframleiðslu var hætt í Elliðaárstöð. Á síðasta fundi umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkur­borgar var lagt fram bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur frá 31. janúar sl. um samstarf um endurheimt náttúrugæða í Elliðaraárdal vegna niðurlagning­ar­­áætlunar Elliðaárvirkjunar og endurskoðunar á gildandi deili­skipulagi svæðisins. 

Eftir að ljóst varð að raforku­vinnslu í Elliðaárvirkjun væri hætt um fyrirsjáanlega framtíð, hvílir sú skylda á Orkuveitu Reykjavíkur, skv. 79. gr. vatnalaga, að skila niðurlagningaráætlun til Orkustofnunar. Áætlunin skal m.a. greina frá því hvernig umhverfi virkjunar­innar verður fært til fyrra horfs eins og kostur er. Í þessu ljósi sam­þykkti stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á fundi sínum 28. nóvember sl. að sett­ur yrði á fót sameiginlegur stýrihópur Orkuveitu Reykjavíkur og Reykja­víkurborgar um endurheimt náttúru­gæða í Elliðaárdal eftir að raforkuvinnsla í Elliðaárvirkjun er lögð af, með fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og íbúaráða Árbæjar og Norðlingaholts og Breiðholts. Eins og skipan stýrihópsins ber með sér lítur Orkuveita Reykjavíkur svo á að mikilvægt sé að framkvæmdir samkvæmt niðurlagningaráætlun fái stoð í skipulagsáætlunum Reykjavíkurborgar. Ljóst er að Sjónarsviptir verður af ef Árbæjarstíflan verður tekinn niður en sú gæti orðið niðurstaðan árið 2025. Kostnaður við það er talin verða um 156 milljónir.

You may also like...