Íbúaráð Breiðholts ýtir á eftir framkvæmdum

Arnarbakki og Völvufell

Arnarbakki í Breiðholti. Íbúaráðið er farið að ýta á eftir framkvæmdum í takt við nýtt skipulag.

Íbúaráð Breiðholts leggur áherslu á að fram­kvæmdir hefjist sem fyrst við þau svæði sem eru tilbúin til framkvæmda eins og við Arnarbakka og Völvufell. Ráðið hvetur einnig til að skilgreindar safngötur líti dagsins ljós og næstu skref við Vetrargarðinn taki á sig mynd.

Telur íbúaráðið mikilvægt að gert verði hjólakort í framhaldinu sem byggir á vinnu hverfisskipulagsins þar sem hjólaleiðir innan hverfis til skóla, íþróttamannvirkja og þjónustustaða og milli hverfishluta verði dregnar fram og gerðar aðgengilegar í anda 15 mínútna hverfisins.  

Þrír hópar verða valdir til uppbyggingar á grænu húsnæði í Breiðholti. Hópur sem standur saman af Vistbyggð, Eflu og Arkís arkitekta verður boðið til samninga við borgina um uppbyggingu við Völvufelli 13 til 23. Þá mun Reykjavíkurborg ræða við hóp Arkþings Nordic, Eflu, S8 og Þingvangs um lóðina Völvufell 43. Hópur á vegum Alverks, Grímu, Tendru og VSÓ mun svo koma að borðinu um lóðina að Arnarbakka 6.

You may also like...