Pólska bókasafnið opnað í Gerðubergi

Pólska bókasafnið var opnað og tekið formlega til notkunar í fjölskyldumiðstöðinni í Gerðubergi fimmtudaginn 16. febrúar sl. Opið hús var í safninu á milli kl. 15:30 og 18:30, sem er venjulegur opnunartími safnsins í fjölskyldumiðstöðinni.
Engin formleg athöfn var við þetta tilefni en pólska sendiráðið sendi bækur til safnsins af þessu tilefni og gestum safnsins og fjölskyldumiðstöðvarinnar var boðið í kaffi og pólskt meðlæti. Þess skal geta að pólska bókasafnið á Íslandi tók fyrst til starfa í febrúar 2008 og hefur verið í pólska sendiráðinu frá því fram til janúar 2023. Sendiráð Póllands styrkir safnið um bókakaup reglulega og mikið er af þýddum íslenskum bókum í mjög ríkulegu safni. Bækur Halldórs Laxness, nýjar skáldsögur og fleira eru þýddar á pólsku og skemmtilegt að segja frá því að á safninu er eintak af Sölku Völku frá 1963. Er þetta gott dæmi um þann ríka vilja Pólverja og sendiráðsins á Íslandi til að tengjast íslensku samfélagi og tengjast íslenskum böndum.
