Samfélagslöggur heimsækja FB

Lögreglan í heimsókn í FB.

Samfélagslöggurnar kíktu í heimsókn í FB á dögunum og spjölluðu við nemendur í hádegishléinu. Samfélag­slöggurnar sinna svokallaðri samfélagslöggæslu sem er ætlað að færa lögregluna nær samfélaginu og efla tengsl við almenning, ekki síst unga fólkið.

Þeir tveir lögregluþjónar sem heimsóttu FB sinna samfélagslöggæslu fyrir íbúa Breiðholts og Kópavogs samhliða almennri löggæslu og halda úti Instagramsíðunni samfelagsloggur. Nemendur FB tóku gestunum afar vel og gátu spurt þau um ýmislegt varðandi störf lögreglunnar og annað sem brann á þeim. Ætlunin er að heimsóknirnar verði að reglulegum viðburði og líklegt er að nemendur FB rekist aftur á samfélagslöggurnar á vordögum. 

You may also like...