Tjörnin fyrirmyndarvinnustaður
Frístundamiðstöðin Tjörnin var sigurvegari við val á fyrirmyndarvinnustöðum ársins í flokki starfsstaða með 50 eða fleiri starfsmenn hjá Reykjavíkurborg.
Á eftir Tjörninni komu frístundamiðstöðvarnar Miðberg, Brúin og Kringlumýri. Sameyki stéttarfélag stendur fyrir vali á Stofnun ársins og er þetta í fyrsta sinn sem allir starfsstaðir Reykjavíkurborgar taka þátt. Þá var öllu starfsfólki boðið að taka þátt burt séð frá stéttarfélagsaðild.