Ný hafnarvigt við Bakkaskemmu

Gamla hafnarvigtin á Grandagarði. Til hægri séð í Kaffivagninn.

Til stendur að fjarlægja gömlu hafnarvigtina við Grandagarð. Hún hefur staðið norðaustan við Kaffivagninn í 64 ár. Nýrri hafnarvigt verður komið fyrir norðar á Grandanum. Austan við Bakkaskemmuna við Grandagarð 16. 

Ný staðsetning við Bakkaskemmu er við hlið fiskmarkaðarins og beint á móti Grandabakka þar sem stærri fiskiskipin landa. Þá sé stutt að Bótarbryggju þar sem smábátarnir landa. Nýja jafnarvigtin er bresk, af Avery-gerð, er 18 metra löng og getur tekið 60 tonna þunga vörubíla. Vigtin mun sú fullkomnasta sem völ er á í dag.

You may also like...