Þórdís Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022

Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 25. mars sl.  Á myndinni eru ásamt Þórdísi, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar Seltjarnarnesbæjar.

Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 25. mars 2022.

Þetta í 26. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en Menningarnefnd Seltjarnarness sér um val bæjarlistamanns ár hvert. Í heiðursathöfninni veitti Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar Þórdísi Erlu viðurkenningingarskjal ásamt starfsstyrk að upphæð 1.000.000 kr. sem fylgir nafnbótinni.

You may also like...