Pólski skólinn 15 ára
— fjölskylduhátíð í Austurbergi —
Pólski skólinn í Reykjavík er 15 ára. Skólinn var stofnaður árið 2008. Í upphafi voru 60 nemendur við nám í skólanum. Skólinn hefur stækkað hratt frá byrjun og núna er nemendafjöldinn um 250. Pólski skólinn jafnframt að stærsta félagið fyrir Pólverja á Íslandi. Vinafélag Pólska skólans rekur skólann en í félaginu eru foreldrar barna sem stunda nám við skólann og kennarar skólans. Kennt er á laugardögum í Fellaskóla. Nemendur sem sækja Pólska skólann búa í eftirfarandi sveitarfélögum: Akranes, Kópavogur, Seltjarnarnes, Reykjavík, Garðabær, Hafnarfjörður, Keflavík, Reykjanesbær, Grindavík, Hveragerði.
Skólinn var stofnaður af hópi kennara og foreldra sem vildu auka aðgang að pólsku móðurmáli, pólskri sögu og landfræði Póllands til pólskra barna sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu. Grundvöllur til að skilja málfræði og stílfræði í erlendum tungumálum er að skilja það rétt á móðurmáli, því er mikilvægt að læra móðurmálið vel. Í pólska skólanum eiga börn möguleika á að auka orðaforðann, einnig að vera í hópi pólskra jafnaldra og tala við kennara um áhugamál sín eða vandamál. Í Pólska skólanum er mikil áhersla á að kenna pólsku og veita þannig mikilvægan stuðning fyrir tvítyngda nemendur á Íslandi. Nemendur sem stunda nám í Pólska skólanum efla móðurmál sitt og þess vegna eru þeir betur undirbúnir til að tilreikna sér íslensku sem er undirstaða þess að vera virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Skólinn gegnir líka hlutverki tengiliðs milli íslensks og pólsks samfélags með því að veita upplýsingar og veita aðstoð sem varðar ýmis málefni, auk þess að bjóða upp á námskeið fyrir pólskumælandi kennara og foreldra.
Árið 2018 fagnaði skólinn 10 ára afmæli sínu. Hátíðina sóttu m.a. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og forsetafrú Íslands, Eliza Reid. Við höfum fengið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir starf okkar í Pólska skólanum.
Árið 2020 fékk Pólski Skólinn í Reykjavík tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna fyrirmikilvægan stuðning við tvítyngda nemendur og þróun fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi, sem og fyrir fjölbreyttar kennsluaðferðir og öfluga starfsþróun.
Nú á fimmtán ára afmæli skólans verður boðið til veglega afmælis- og fjölskylduhátíðar sem mun verða haldin í Austurbergi 27. maí nk.. Forseti Íslands hefur staðfest komu sína og umfjöllun verður í RÚV. Aðstandendur skólans langar til að sjá sem flesta af vinum og velunnurum á hátíðinni.