Borgarbókasafnið er 100 ára

Margvísleg starfsemi er fram innan ramma Borgarbókasafnsins. Þessar myndir eru frá hönnunarteymi sem Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri nýsköpunar og Barbara Guðnadóttir safnstjóri Borgarbókasafnsins í Grófinni skipulögðu og leiddu vinnustofur síðan í samvinnu við hönnunarteymið.  

Borgarbókasafn Reykjavíkur er eitt hundrað ára. Afmælinu var fagnað dagana 15. og 16. apríl á sjö bókasöfnum í hverfum borgar­innar. Safnið er ein elsta menningar­stofnun höfuðborgarinnar. Höfuðstöðvar þess eru í Grófinni.

Upphaflega var safnið nefnt Alþýðubókasafn og síðar Bæjarbókasafn Reykjavíkur uns það fékk heitið Borgarbókasafn Reykjavíkur. Tímamótunum var fagnað með ýmsu móti. Mikið var um skemmtilegar uppákomur um Afmælishelgina. Söfnin voru í sannkölluðum hátíðarbúning og kaffi og afmæliskaka fyrir alla sem kusu að koma og njóta daganna. Yngsta safnið er í Úlfarsárdal og þar tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, starfsfólk Borgarbókasafnsins og íbúar hverfisins á móti Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands sem mætti til að taka virkan þátt í afmælisdagskránni.

You may also like...