Sæludagar í FB

Nemendur skoðuð m.a. hvernig listir og menning spruttu upp í Efra Breiðholti.

Sæludagar stóðu yfir í FB dagana 22. til 24. mars s.l. Einn af dögunum var helgaður um­hverfinu á einn eða annan hátt og nemendur sóttu vinnustofur um moltugerð, endurvinnslu á textíl, matarsóun og vistvænt hús svo eitthvað sé nefnt. Hluti af vinnustofunum sneri að nærumhverfi FB. 

Í Nærumhverfið Breiðholt – umhverfi, menning og listir gengu nemendur og fræddust heilmikið um Efra-Breiðholt, hvernig það varð til, samfélagið og hönnun, hvernig listir og listamenn spruttu upp úr hverfinu og um umhverfislistaverkin í Breiðholti. Vinnustofan endaði svo á listsköpun þar sem hver nemandi skapaði sinn bút í sameiginlegu verki.

Hópurinn sem valdi Ratleik og ruslatínslu fór á nokkra staði í nágrenni skólans til að leysa ákveðin verkefni og fræðast um hverfið í leiðinni. Stöðvarnar voru Gerðuberg, listaverk eftir Erró í Álftahólum, Árbæjarstífla og herminjar/vélbyssuhreiður. Á leiðinni tíndu nemendur einnig marga poka af rusli sem þau skráðu og ræddu leiðir til að minnka rusl á víðavangi sem voru t.d. hugarfarsbreyting, minni notkun á einnota umbúðum og fleiri ruslatunnur sem eru tæmdar nógu oft. Að lokum ortu hóparnir vísur eða sömdu örsögur um skrítnasta ruslið sem varð á vegi þeirra. 

Rusl var tínt í Elliðárdal.
Nemendur staddir við Árbæjarstíflu.

You may also like...