Skáli við Vesturborg verður rifinn

Gamla skálahúsið við Vesturborg.

Áformað er að rífa gamla skálahúsið sem stendur á lóð leikskólans Vesturborgar við Hagamel. Skálinn hefur verið notaður sem hluti af leikskóla Vesturborgar í áratugi. Nú er komið að leikslokum því skoðun á ástandi byggingunni hefur leitt í ljós að hún er ónýt og hentar ekki lengur fyrir leikskólastarfsemi.

Beiðni hefur verið send skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um leyfi til þess að rifa húsið og hefur skipulagsfulltrúi ekki lagst gegn henni. Ástand hússins er mjög bágborið og mjög kostnaðarsamt yrði að endurbyggja það samkvæmt nútímakröfum byggingarreglugerðar svo nota megi það fyrir leikskólabyggingu. Ljóst má því vera að gamli skáli muni hverfa fyrir nýjum framkvæmdum.

You may also like...