Gamla Kínverska í endurnýjun lífdaga

Endurnýjað húsnæði við Víðimel 29.

Mikil breyting hefur orðið við austanverðan Víðimel að undanförnu. Stórhýsisið við Víðimel 29 sem lengi var í eigu kínverska sendiráðsins hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. 

Eftir að starfsemi sendiráðsins var flutt úr húsinu árið 2012 lenti það í niðurníðslu rétt eins og enginn vissi hvað við það ætti að gera þegar sendiráðsstarfsemin þurfti ekki á því að halda. Húsið var orðið illa farið enda engu viðhaldi sinnt af hálfu Kínverja um átta ára skeið. Gagnrýni hafði komið fram einkum af hálfu nágranna þegar húsið var loksins sett í sölu á árinu 2020. Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu festi síðan kaup á húsinu og boðaði strax að hefja endurbætur á því. Nú eru framkvæmdir við endurbætur vel á veg komnar og gert er ráð fyrir að þeim ljúki í haust.

You may also like...