Leiknir 50 ára

Fjölmenni mætti í Leiknisheimilið til að fagna hálfrar aldar afmælinu.

Íþróttafélagið Leiknir fyllti 50 árin þann 17. maí síðastliðinn. Félagið var stofnað í vinnuskúr við Æsufell þennan dag. Í tilefni afmælisins var haldin samkoma þar sem nokkrar helstu hetjur í sögu félagsins fengu Gull- og silfur­heiðursverðlaun KSÍ. Forystu fólk úr íþrótta, knatt­spyrnu og borgarstjórn stigu í pontu og mærðu það mikilvæga starf sem fer fram hjá Leikni í hjarta Efra-Breiðholts og þann árangur sem náðst hefur inni á vellinum í meistaraflokki. Gestir þáðu léttar veitingar og rifjuðu upp þrekvirkin sem unnist hafa fyrir tilstilli margra þeirra sem þarna voru samankomnir. Birt var fimm mínútna myndband af sögu félagsins þar sem Brynjar Hlöðvers stiklað á stóru síðustu 50 ár. Við grípum niður í erindi Birkis sem segir meira en löng ævisaga.  

Leiknir er íþróttafélag í einu af fjölmennustu hverfum höfuð­borgarinnar Breiholt. En samt svo miklu meira. Breiðholti byggðist upp á ótrúlegum hraða og fljótt var fullt af börnum sem þurftu eitthvað að gera. Íþróttafélag Reykjavíkur flutti neðan úr bæ upp í Breiðholt virtist ekki hafa mikinn áhuga á starfi í efri byggð Breiðholtsins. Því þar Leiknir sofnað 1973 af foreldrum í hverfinu sem vildi eflaust losna við börnin aðeins út út húsinu. Ég segi bara “takk foreldrar” Félags­legt húsnæði reis upp í stórum stíl og ýmsar félagslegar áskoranir fylgdu í kjölfarið. Það hafi ekki áhrif á félagið. Þar voru stofnaðar fjölmargar deildir og Leiknir var stórhuga. Meðal annars tók goðsögnin Hemmi Gunn við meistaraflokki Leiknis í handbolta. En það er erfitt að halda úti mörgum deildum með takmarkaða aðstöðu. Því fór svo að margir að bestu iðkendum Leiknis þurft að leita til annarra félaga með betri að­stöðu. Upp úr 1980 lognaðist félagið hálfpartinn út af. 1984 var það rifið aftur af stað með krafti með fótbolta og körfubolta að mark­miði. Árið 1983 fékk félagið glænýjan gervigrasvöll sem bylti aðstöðunni og árangur knatt­spyrnudeildarinnar fór að vekja athygli. En á sama tíma safnaði félagið gríðarlegum skuldum. Upp úr aldamótum stóð félagið frammi fyrir gríðarlegum skuldum og þá hófst mikill þrýstingur borgaryfirvalda að sam­eina Leikni og ÍR. Áhugi ÍR á sameiningu virtist þó ekki mikill heldur á yfirtöku. Öflugt unglingaráð sem samanstóð af foreldrum iðkenda tók fjárhaginn föstum tökum og hélt félaginu gangandi. Á meðan félagið var að vinna sig upp fjárhagsleg og var meistaraflokkurinn að mestu byggður upp á uppöldum leikmönnum. Með heimamann í brúnni fór Leiknir að klifra upp um deildir. Leiknir náði að fest sig sem klúbbur í næst efstu deild. Þegar ný kynslóð drengja úr Breiðholti kom upp í meistaraflokk. Reynslumiklir Breiðholtsstrákar héldu tryggð við félagið nái að koma Leikni upp í efstu deild árið 2014. Aftur með heimamenn í brúnni. Það sem meira er þar voru synir öfluga unglingaráðsin sem tóku við félaginu um aldamótin sem lykilleikmenn, þjálfarar og liðsstjórar. Leiknir hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi fjölmenningar. Í hverfi eins og okkar stöndum við frammi fyrir stærri áskorunum en nokkurt annað lið á Íslandi. Leiknir sýnir og sannar á hverjum einasta degi hvernig íþróttir vikra til góðs gegn fordómum og rasisma. Saga Leiknis hefur alltaf einkennt af samstöðu, óeigingjörnu sjálfboðastarfi og ungu fólki. Þannig hefur Leiknir skapað sína sérstöðu og náð árangri.

Heiðurshópur Leiknis.
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ mætti á svæðið til að samfagna Leiknisfólki. 
Glæsileg afmæliskaka var á boðstólum ásamt öðrum veitingum.

You may also like...