Taubleyjumarkaður í Gerðubergi
— sala á taubleyjum jókst um 60% á fyrsta taubleyjumarkaðnum —
Fyrsti Taubleyjumarkaður á Íslandi var haldinn í Gerðubergi í vor. Þá var þá öllu taubleyjuúrvali landsins safnað saman. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkur markaður var haldinn hár á landi. Kristín Anna Thorlacius, meðeigandi Taubleyjur.is stóð fyrir markaðinum ásamt þremur öðrum taubleyjuverslunum landsins, Evey verslun, Cocobutts og Tau.is. Þau ákveðið að vinna saman og halda nokkurs konar taubleyjuráðstefnu í Efra Breiðholti sem var í fyrsta sinn hér á landi.
Vitundarvakning um notkun taubleyja er orðin meiri í samfélaginu og fólk er orðið meðvitaðra um að nota umhverfisvænni vörur fyrir börnin sín. Aukinn sýnileiki sé hvetjandi en samkvæmt uppgjöri seldu Taubleyjur.is 60% meiri vörur en á venjulegum laugardegi og kom meirihluti þeirrar sölu frá nýjum viðskiptavinum. Ef taubleyja er notuð aðeins einu sinni á dag samsvarar það sparnaði um 900 bréfbleyjur út hefðbundið bleyjutímabil hjá barni. Einnig var kynnt á taubleyjudeginum í Gerðubergi aðferð sem kallast á ensku „Elimination Communication“ og felst í því að kenna barni að nota kopp frá fæðingu.