Sumarferð eldri borgara á Snæfellsnes

Félagsstarf eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi fór í sumarferð á Snæfellsnes um miðjan júní. Viðkomustaðir í ferðinni voru margir. Á meðal þeirra voru Gerðhamrar, Arnarstapi, Malarrif, Lóndrangar og Skarðsvík og Snæfellsjökull blasti við í allri sinni dýrð. 

Gunnar Ingimundarson var leiðsögumaður en hann er vel fróður um sögu allra viðkomustaðanna. Veðrið var heilt yfir gott þótt þungbúið hafi verið í um tvær klukkustundir. Eftir kvöldverð sem snæddur var á veitingastaðnum Sker í Ólafsvík var haldið út í sólina og það voru glaðir ferðalangar en smá lúnir sem komu heim eftir tæplega 14 klukkustunda ferðalag.

You may also like...