FB útskrifaði 163 nemendur í vor

Útskriftarhópurinn í Hörpu.
Mynd Haraldur Guðjónsson Thors.

Alls voru 163 nemendur útskrifað­ir frá Fjölbrauta­ ­s­kólanum í Breiðholti þann 27. maí sl. Þar af voru 20 með tvö próf. Alls útskrifuðust 69 af bóknámsbrautum, 38 af húsasmíðabraut, 41 af rafvirkja­braut, 14 af sjúkraliðabraut, 9 af snyrtifræðibraut og 12 af starfsbraut. Athöfnin var haldin í Silfurbergi Hörpu við húsfylli og mikinn hátíðleika. 

Guðrún Hrefna Guðmunds­dóttir skólameistari stýrði athöfninni og Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari flutti yfirlitsávarp. Lovísa Margrét Eðvarðsdóttir, fyrsta árs nemi á myndlistarbraut, söng tvö lög við undirleik Pálma Sigurhjartar­sonar en auk hans lék Jakob van Oosterhout á trompet.

Fjölmargir nemendur hlutu verðlaun og viður­kenningar fyrir góðan námsárangur, dúx skólans var Kjartan Helgi Guðmundsson sem útskrifaðist af húsasmíðabraut en lauk einnig stúdentsprófi. Ræður nýútskrifaðra fluttu þau Kjartan Helgi og Natalía Hrafnsdóttir sem útskrifaðist af rafvirkjabraut auk þess að ljúka stúdentsprófi.

Guðrún Hrefna opnaði at­höfnina á því að flytja ljóð eftir Ísak Harðarson sem lést á dögunum. Þá þakkaði hún Stefáni Andréssyni fyrir sinn langa og farsæla starfsferil við FB en hann lætur nú af störfum sökum aldurs.

Í ræðu sinni minntist Víðir Stefánsson, aðstoðarskólameistari, meðal annars á það að FB hefur löngum verið með mestan fjölda allra skóla útskrifaðra nemenda af húsasmiða-, rafvirkja- og sjúkraliðabrautum. Hann minntist einnig á mikilvægi þess að eldri kynslóðir sýni skilning á þeim veruleika sem hin svokallaða Z-kynslóð ólst upp við, með stanslausu áreiti samfélagsmiðla og ýmissa tækja og tækni sem áður var óþekkt en hefur í för með sér aukinn kvíða og ýmis annars konar vandamál sem ungt fólk glímir við.

Fjölmargir nemendur hlutu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur við útskrift FB. Dúx skólans var Kjartan Helgi Guðmundsson sem útskrifaðist af húsasmíðabraut en lauk einnig stúdentsprófi. Ræður nýútskrifaðra fluttu þau Kjartan Helgi og Natalía Hrafnsdóttir sem útskrifaðist af rafvirkjabraut auk þess að ljúka stúdentsprófi. 
Haraldur Guðjónsson Thors tók myndir af viðburðinum.
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni. 
Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari flutti yfirlitsávarp.
Lovísa Margrét Eðvarðsdóttir, fyrsta árs nemi á myndlistarbraut, söng tvö lög.

You may also like...