Framkvæmdum á að ljúka á næsta ári

Þannig mun Steindórsreiturinn, sem er næst Hringbrautinni gegnt JL húsinu líta út að framkvæmdum loknum. 
Mynd: +Arkitektar.

Verið er að byggja allt að 7,6 þúsund fermetra íbúðarhúsnæðis á Steindórsreitnum auk atvinnu­rýma í Vesturbænum, sem oft hefur verið kallað­ur BYKO-reiturinn eftir að BYKO rak verslun í gömlu Steindórshúsunum um tíma. Um er að ræða byggingu þriggja húsa með 84 íbúðum og sameigin­legum bílakjallara. Framkvæmdir hófst haustið 2021 og áætlað er að þeim ljúki á næsta ári. 

Fjárfestingarfélagið IREF, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævars­sonar, tveimur af aðaleigendum Re/Max eignaðist helmings­hlut í félaginu U22 ehf. á síðasta ári en helsta eign síðarnefnda félagsins er Steindórsreiturinn við Hringbraut Eignabyggð ehf., sem er í eigu Hannesar Þórs Baldurssonar og Brynjólfs Smára Þorkelssonar tók við eignarhaldi á U22 af fasteignafélaginu Kalda­lóni haustið 2021 en eignin var hluti af endurgjaldi í kaupum Kaldalóns á atvinnuhúsnæði. IREF eignaðist svo helmings­hlut í U22 á móti Eignabyggð í fyrra. Bókfært verð Steindórsreitsins við Sólvallagötu 79 var 3,4 milljarðar í lok síðasta árs.

You may also like...